Íslenska

 

Hver er ég?

Ég heiti Sólveig og ég er endalaust forvitin um víðáttur fólks, möguleika og val í hversdeginum. Ég sérhæfi mig í poti—að hreyfa við fólki á víðan og frelsandi hátt: ég pota í hugmyndir, gildi, nálganir, sjónarhorn, vana, sambönd og frásögn þína af þér—þína innri rödd.

Ég brenn fyrir það að skapa stað og stund, pásu frá væntingum. Pásan gerir okkur kleift að sjá sjálfan sig frá nýju sjónarhorni, fjarlægð og velta upp og safna saman tækifærum, hvort sem um ræðir viðhorf eða framtíðarval. Með aðferðum og áherslum mínum styð ég fólk við að dýpka ákvarðanatöku, byggða á órjúfanlegu sambandi þarfa og óska. Með þessu rými brúast billið á milli þess sem við viljum gera og þess sem við raunverulega gerum. 

Hvaðan kemur tilfinningin um að vera ‘fastur’? Hvað hindrar mig í því sem ég vil gera? Hvernig vil ég verja dögunum mínum? Hvað viðhorf vil ég rækta og hver vil ég hugsa upp á nýtt?
Þessar spurningar og endalaust margar til viðbótar, getur verið erfitt að koma auga á í einrúmi og jafnvel enn flóknara með þeim sem munu taka þátt í ákvörðuninni. Þess vegna trúi ég og yðka að styðja við fæðingu hugmynda og vilja. Með því að spyrja spurninga, hlusta, spegla, og annarra árhifamikilla ferla hjálpa ég fólki að færa innri flækjur í dagsljósið.

Ég er sérlega áhugasöm um núverund og það hvernig flækjur, innra og ytra með okkur, hafa áhrif á það hvernig og hvort við getum dvalið og notið núsins. Með því að velta upp og endurskoða hvernig við forgangsröðum, hvaða sjálf okkur þykir vænt um og viljum ýkja og það hvernig viðhorf okkar hefur áhrif á það sem við tökum eftir og möguleika okkar, er endalaust spennandi og þarft í okkar eilífu samskiptum við þarfir og óskir, þess innra og ytra.

 
 

 
 

Samræður

Í þýðingarmiklum samræðum milli tveggja, hvort sem er í rými eða í gegnum síma, myndast stund eða hlé frá fortíð og framtíð með virðingu fyrir öllu því sem núið býður upp á; tilfinningar, hugmyndir, langarnir og dómar. Samræður sem þessar á ég vikulega eða á tveggja vikna fresti við fólk um allan heim. Ég er endalaust forvitin um fleiri og nýjar flækjur. Þetta þýðingarmikla samræðuform geri ég af ást, áhuga og forvitni umfram allt. Ef þú hefur áhuga á að skoða sjálfa /n þig frá nýju sjónarhorni hvet ég þig til að hafa samband hér að neðan. 

Nafn *
Nafn
Hvernig verð þú dögunum þínum?
Afhverju viltu eiga í samræðum við mig?